Skip to main content

Green League Líkanið

Kynning á Green League líkaninu

Á undanförnum árum hefur meðvitund fólks um áhrif mannlegra athafna á umhverfið aukist til muna. Því hafa margir einstaklingar og stofnanir gripið til aðgerða til að minnka kolefnisfótspor sitt og stuðla að sjálfbærni. Í þessu samhengi hefur hugtakið grænar íþróttir komið fram sem aðferð til að stuðla að umhverfisvænum starfsháttum í íþróttaheiminum.

Græn íþróttasamtök eru samtök sem stuðla að sjálfbærum og umhverfisvænum starfsháttum á öllum sviðum íþrótta. Þetta felur í sér allt frá hönnun og byggingu íþróttamannvirkja til daglegs reksturs íþróttaliða og skipulagningu íþróttaviðburða. Markmið grænna íþróttasamtaka er að lágmarka neikvæð áhrif íþrótta á umhverfið en á sama tíma að veita bæði íþróttafólki sem og aðdáendum ánægjulega upplifun.

Eitt helsta markmið grænna íþróttasamtaka er að stuðla að sjálfbærum starfsháttum innan íþróttamannvirkja. Það á við um notkun  endurnýjanlegra orkugjafa s.s. sólar- og vindorku,  innleiðingu orkusparandi ljósa- og loftræstikerfa,   og notkun sjálfbærs byggingarefnis við byggingu íþróttamannvirkja.

Önnur mikilvæg starfsemi grænna íþróttasamtaka er að stuðla að sjálfbærum samgöngum fyrir aðdáendur og íþróttamenn. Það getur verið innleiðing almenningssamganga, aðstöðu fyrir hjól og hjólreiðamenn og önnur þægindi o.fl.

Auk þessarar starfsemi geta græn íþróttasamtök stuðlað að sjálfbærum starfsháttum í daglegum rekstri íþróttaliða og viðburðum, allt frá notkun vistvænna hreinsiefna og að því að draga úr úrgangi með endurvinnslu.

Á heildina litið leggur Green league líkanið áherslu á mikilvægi þess að skapa sjálfbærnimenningu innan íþróttasamtaka og meðal íþróttafólks, sem og innleiða umhverfisvæna starfshætti á öllum sviðum íþrótta. Það viðurkennir einnig mikilvægi þess að efla sjálfbærni bæði innan íþróttahreyfingarinnar og utan til að skapa sjálfbærari framtíð fyrir alla.

Með því að tileinka sér þetta líkan geta íþróttafélög og starfsfólk þeirra bætt sína frammistöðu, dregið úr umhverfisáhrifum og stuðlað að sjálfbærari framtíð.

Um líkanið

Green League líkanið er rammi sem samtök geta nýtt sér til að stuðla að sjálfbærum og umhverfisvænum starfsháttum. Hún byggir á þremur meginþáttum: skipulagi, framkvæmd og kynningu.


Skipulag

Fyrsti þáttur Green League líkansins beinist að uppbyggingu stofnunarinnar. Í þessum þætti er áhersla á að skapa sjálfbærnimenningu innan stofnunarinnar (íþróttafélagsins). Í því felst að fella sjálfbæra starfshætti inn í stefnur og verklag stofnunarinnar, auk þess að innleiða umhverfisvæna starfshætti í daglegan rekstur.

Grundvöllur skipulagningar fyrir líkan grænna íþróttasamtaka samanstendur af nokkrum lykilþáttum, þar á meðal gildandi löggjöf/stefnu og tilskipunum, hagsmunaaðilum og rekstrarstigi.

Frekari upplýsingar má sjá á blaðsíðu 17.

Löggjafir og stefnur

Til að byggja upp græn íþróttasamtök er nauðsynlegt að vera meðvitaður um innlendar sem alþjóðlegar tilskipanir og stefnur sem tengjast sjálfbærni. Íþróttasamtök ættu að fylgja þessum tilskipunum og stefnum til að draga úr umhverfisáhrifum þeirra.

Ýmsar tilskipanir og stefnur sem verið er að setja á fót, bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi til að ýta undir græna íþróttaiðkun.

Íþróttasamtökin ættu sjálf að hafa starfsstefnu. Stefna grænna íþróttasamtaka ætti að miða að sjálfbærni og umhverfisábyrgð. Þessi stefna ætti að vera allri starfsemi og ákvörðunum stofnunarinnar að leiðarljósi og þarf að kynna á skýran hátt fyrir öllum hagsmunaaðilum.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 18.

Hagsmunaaðilar

Til að ná árangri verða græn íþróttasamtök að fá alla hagsmunaaðila, íþróttasamtök, nærsamfélagið, íþróttamenn, aðdáendur, styrktaraðila, opinber yfirvöld og stuðningsmenn með sér í lið.

Íþróttasamtök ættu að vinna með umhverfissamtökum til að aðstoða við stefnumótun og stuðla að sjálfbærum starfsháttum. Þá er einnig mikilvægt að virkja nærsamfélagið til að stuðla að sjálfbærum starfsháttum, auka vitund og hvetja til þátttöku í grænu íþróttastarfi. Milliliðir og stuðningsmenn, eins og styrktaraðilar og söluaðilar, gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að stuðla að sjálfbærum starfsháttum.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 20.

Hvati og ávinningur

Græn íþróttasamtök skulu að huga að umfangi starfsemi sinnar og hversu mikla skuldbindingu þarf til 12 að stuðla að sjálfbærni. Þetta á við á alþjóðlegum, innlendum og staðbundnum vettvangi.    

Rekstrarstig grænna íþróttasamtaka getur verið ólíkt, allt frá staðbundnum grasrótarsamtökum til stórra alþjóðlegra samtaka. Stofnunin ætti að starfa á því stigi sem hæfir auðlindum þess og markmiðum, en stuðla samt að sjálfbærum starfsháttum í íþróttum.

Á alþjóðavettvangi geta íþróttasamtök stuðlað að sjálfbærni með því að fylgja alþjóðlegum stefnum og með því að eiga samstarf við umhverfissamtök. Á landsvísu geta stofnanir innleitt sjálfbæra starfshætti og stefnur sem fylgja innlendum tilskipunum. Svæðisbundnar stofnanir geta virkjað nærsamfélag sitt, grasrótina, og þannig stuðlað að sjálfbærni.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 23.


Innleiðing

Grundvöllur græns íþróttalíkans felur í sér innleiðingu á sjálfbærum starfsháttum í íþróttasamtökunum og krefst þess að hafa nokkra lykilþætti í huga, þar á meðal: áhrif íþrótta á umhverfið, möguleika beinnar þátttöku íþróttahreyfingarinnar í umhverfismálum, skipulagningu og framkvæmd grænna íþrótta, tegund starfseminnar, meginreglur og markmið.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 24.

Hvernig íþróttir hafa áhrif á umhverfið

Áður en sjálfbær vinnubrögð eru innleidd er nauðsynlegt að skilja áhrif íþrótta á umhverfið. Íþróttaviðburðir og athafnir geta haft verulega neikvæð áhrif á umhverfið. Skilningur þessara áhrifa getur hjálpað stofnunum að búa til skilvirkar sjálfbærar stefnur og starfshætti.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 25.

Möguleikar þátttöku íþróttahreyfingarinnar í umhverfismálum

Grænar íþróttir geta haft jákvæð áhrif, ekki bara á umhverfið heldur einnig á félagsleg og efnahagsleg kerfi. Þá stuðla þær að heilbrigðum og sjálfbærum lífsháttum, bæta félagslega samheldni og skapa efnahagslegan ávinning. Íþróttir er hægt að nýta sem öflugt tæki í vitundarvakningu og stuðla að sjálfbærum starfsháttum. Græn íþróttaverkefni geta hvatt aðdáendur, leikmenn og aðra hagsmunaaðila til að tileinka sér sjálfbærar aðferðir í sínu daglegu lífi.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 26.

Skipulagning og innleiðing grænna íþróttaviðburða

Skipulagning of innleiðing græns íþróttastarfs og viðburða geta félög nýtt sér ramma sem inniheldur stefnur, markmið og aðgerðaáætlanir sem stuðla að sjálfbærni. Ramminn getur verið miðaður að ýmsum ólíkum þáttum, s.s. orku- og vatnsvernd, vistvænum matar- og drykkjarvalkostum, úrgangsstjórnunaraðferðum, sjálfbærum samgöngum og innkaupum. Þar má einnig finna innleiðingu grænnar innkaupastefnu fyrir vörur og þjónustu og felur í sér sjálfbæra efnisöflun fyrir búnað og innviði.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 27.

Aðgerðir

Grænt íþróttastarf ætti að vera til staðar á öllum stigum íþróttahreyfingarinnar. Frá hönnun og byggingu til rekstrar og stjórnunar viðburða.

Félög geta tekið að sér ýmis verkefni til að vekja athygli á grænum íþróttum, s.s. með því að halda viðburði sem vekja athygli á málefninu og önnur innviðaverkefni.

Slíkir viðburðir líkt og vinnustofur, málstofur og herferðir, geta stuðlað að sjálfbærum starfsháttum og hvatt til þátttöku í grænu íþróttastarfi.

Viðburðir, eins og græn íþróttamót geta einnig stuðlað að sjálfbærum starfsháttum og vakið fólk til umhugsunar um umhverfismál.

Innviðaframkvæmdir, eins og grænir leikvangar eða sólarorkuknúin íþróttamannvirki geta einnig stuðlað að sjálfbærum starfsháttum og dregið úr umhverfisáhrifum íþróttaiðkunar

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 35.

Meginreglur og markmið

Meginreglurnar eru tvær, annars vegar eru það þau markmið sem við viljum ná í gegnum grænar íþróttir og hins vegar þær meginreglur sem eru til staðar um framkvæmd viðburða, en þær vísa til markmiða viðburðarins sjálfs.

Grænt íþróttastarf og viðburðir ættu að setja öryggi, þátttöku, jafnrétti og samvinnu í forgang, auk þess að stuðla að sjálfbærni. Með því að fylgja þessum meginreglum geta skipuleggjendur skapað öruggt, hlýlegt og sjálfbært umhverfi fyrir alla þátttakendur, áhorfendur og hagsmunaaðila.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 38.


Kynning

Kynning felur í sér það ferli að útdeila upplýsingum og dreifa boðskap grænna íþrótta. Kynningarstarf þarf að sníða að þörfum hvers og eins hagsmunaaðila fyrir sig og getur falið í sér upplýsingar um stefnu íþróttasamtakanna, samfélagsmiðlaherferðir, rafræn fréttabréf, ráðstefnur o.þ.h.

Síðasti þáttur Green League líkansins felur í sér að stuðla að sjálfbærni bæði innan stofnunarinnar og utan hennar. Þetta getur falið í sér markaðssetningu sjálfbærra vara eða þjónustu, þátttöku í umhverfisherferðum eða verkefnum, eða samvinnu með öðrum samtökum til að stuðla að sjálfbærni.

Grunnurinn að því að efla Green League líkanið samanstendur af nokkrum lykilþáttum, þar á meðal: fjölmiðlum, samskiptum, fræðslu og boðun málstaðarins.

Fyrir frekari upplýsingar skaltu hlaða niður skjalinu hér að neðan.

Fjölmiðlar

Fjölmiðlar geta verið mikilvægir samstarfsaðilar í eflingu grænnar íþróttahreyfingar og geta vakið athygli á umhverfisáhrifum íþróttaiðkunar. Græn íþróttasamtök ættu að leitast við að eiga samskipti við fjölmiðla og nota þá sem vettvang til að kynna starfsemi sína.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 41.

Samskipti

Samskipti er lykilatriði kynningu boðskaps grænna íþróttasamtaka. Stofnanir ættu að vinna að því að kynna stefnu sína og markmið á skýran hátt og tryggja að hagsmunaaðilar séu meðvitaðir um kosti sjálfbærra starfshátta. Samskipti skulu vera gagnsæ, upplýsandi og grípandi og ættu að vera sniðin að þörfum hvers allra hagsmunaaðila, íþróttafólks, aðdáenda, styrktaraðila og samfélagsins í heild.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 42.

Menntun

Þjálfun og framþróun eru nauðsynlegir þættir svo grænar íþróttir séu innleiddar og haldið við. Sem dæmi má nefna þjálfun íþróttafólks og þjálfara í sjálfbærum starfsháttum, kennslu fyrir aðstöðustjóra við hönnun grænna mannvirkja og fræða aðdáendur um umhverfisáhrif íþróttaiðkunar.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 45.

Boðun málstaðar – hagsmunagæsla

Lýsa má hagsmunagæslu sem starfsemi sem miðar að því að hafa áhrif á aðgerðir og ákvarðanir innan stjórnmála, félags- og efnahagskerfisins sem fjalla um tiltekin mál.

Frekri upplýsingar má sjá á blaðsíðu 47.


Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them. Με τη χρηματοδότηση της Ευρωπαϊκής Ένωσης. Οι απόψεις και οι γνώμες που διατυπώνονται εκφράζουν αποκλειστικά τις απόψεις των συντακτών και δεν αντιπροσωπεύουν κατ'ανάγκη τις απόψεις της Ευρωπαϊκής Ένωσης ή του Ευρωπαϊκού Εκτελεστικού Οργανισμού Εκπαίδευσης και Πολιτισμού (EACEA). Η Ευρωπαϊκή Ένωση και ο EACEA δεν μπορούν να θεωρηθούν υπεύθυνοι για τις εκφραζόμενες απόψεις. Подкрепата на Европейската комисия за създаването на този уебсайт не представлява потвърждение на съдържанието, което отразява вижданията само на авторите и Комисията не носи отговорност за използването на съдържащата се в сайта информация. Tento projekt byl financován s podporou Evropské komise. Tato publikace odráží pouze názory autora a Komise nenese odpovědnost za jakékoli použití informací v ní obsažených De steun van de Europese Commissie voor de productie van deze publicatie houdt geen goedkeuring van de inhoud in die alleen de mening van de auteurs weerspiegelt, en de Commissie kan niet verantwoordelijk worden gehouden voor enig gebruik dat van de informatie in deze publicatie wordt gemaakt. Podrška Europske komisije za proizvodnju ovih objava ne predstavlja I njezino odobrenje sadržaja koji odražavaju samo stavove autora i Europska Komisija se ograđuje od odgovornosti za bilo kakvu upotrebu informacija sadržanih u njima. Le soutien de la Commission européenne à la production de cette publication ne constitue pas une approbation du contenu qui reflète uniquement les opinions des auteurs, et la Commission ne peut être tenue responsable de l’usage qui pourrait être fait des informations qu’elle contient. Die Unterstützung der Europäischen Kommission für die Erstellung dieser Veröffentlichung stellt keine Billigung des Inhalts dar, der nur die Ansichten der Autoren widerspiegelt, und die Kommission kann nicht für die Verwendung der darin enthaltenen Informationen verantwortlich gemacht werden. O apoio da Comissão Europeia à produção desta publicação não constitui um aval do seu conteúdo, que reflete unicamente o ponto de vista dos autores, e a Comissão não pode ser considerada responsável por eventuais utilizações que possam ser feitas com as informações nela contidas. El apoyo de la Comisión Europea a la producción de esta publicación no constituye una aprobación de su contenido, que refleja únicamente las opiniones de los autores, y la Comisión no se hace responsable del uso que pueda hacerse de la información contenida en ella. Finanziato dall'Unione europea. Le opinioni espresse appartengono, tuttavia, al solo o ai soli autori e non riflettono necessariamente le opinioni dell'Unione europea o dell’Agenzia esecutiva europea per l’istruzione e la cultura (EACEA). Né l'Unione europea né l'EACEA possono esserne ritenute responsabili. Financirano s strani Evropske unije. Izražena stališča in mnenja so zgolj stališča in mnenja avtorja(-ev) in ni nujno, da odražajo stališča in mnenja Evropske unije ali Evropske izvajalske agencije za izobraževanje in kulturo (EACEA). Zanje ne moreta biti odgovorna niti Evropska unija niti EACEA. Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them.
Project Number : 101050262

Copyright © | Privacy policy